„Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 22:00 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Ísland verður appelsínugult á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu næsta fimmtudag, sem þýðir að strangari reglur gilda fyrir marga ferðamenn hér þegar þeir snúa aftur heim. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og nú þurfa allir ferðamenn að framvísa neikvæðu covid-prófi við komu til landsins. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira