Reglulega fer fram endurmat á hvaða lönd skuli fala undir áhættusvæði en sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að breyta þeim skilgreiningum að því er fram kemur í tilkynningunni. Stór hluti annarra þjóða sé enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra. Þó smitist bólusettir einstaklingar líka og geta þeir smitað aðra, þó bólusetningin verji þá gegn alvarlegum sjúkdómi.
„Þeir sem þurfa að ferðast erlendis eru beðnir að sýna varúð og sinna persónulegum sóttvörnum á ferðalaginu og erlendis, þ.m.t. tíðum handþvotti, forðast mannþröng og nánd við ótengda aðila og nota andlitsgrímur. Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart. Einkennalausir ferðamenn eru einnig hvattir til að fara í sýnatöku við heimkomu til Íslands, þó þeir séu bólusettir, sem hægt er að panta á heilsuvera.is,“ segir í tilkynningunni.