Miklar væntingar gerðar til Styrmis hjá Davidson og hann á von á góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 10:01 Styrmir Snær Þrastarson fetar í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar hjá Davidson. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson segir að miklar væntingar séu gerðar til Styrmis Snæs Þrastarsonar hjá Davidson háskólanum. Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira