Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 15:35 Allir keppendur fóru af stað á sama tíma, karlarnir voru með bláar sundhettur en konurnar bleikar. Instagram/@crossfitgames Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti