Sömu laun fyrir sömu vinnu? Daníel Örn Arnarsson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar