Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 20:00 Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31