Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 23:31 Eitt af 122 rauðum spjöldum síðustu leiktíðar í tyrknesku úrvalsdeildinni fer á loft. Arif Hudaverdi Yaman/Anadolu Agency via Getty Images Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu. Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum. Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum.
Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira