Hugur í BKG á heimsleikunum í CrossFit: Svekktur að fá ekki forystutreyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 11:30 Björgvin Karl Guðmundsson er að byrja vel á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er aðeins fimmtán stigum frá efsta manni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en keppni heldur áfram í dag eftir hvíldardag í gær. Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira