Semur um eigin líðan sem barn Ritstjórn Albúmm.is skrifar 30. júlí 2021 14:30 Daníel Hjálmtýsson Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson var að senda frá sér lagið Back to Bed ásamt tónlistarmyndbandi sem hann vann ásamt ungum kvikmyndargerðarnema, Jónatani Leó Þráinssyni á Austurlandi í sumar. „Lagið varð til við píanóið sem ballaða í anda Sufjan Stevens snemma árs 2020 við upphaf Covid en tókst svo á loft í eitthvað annað og stærra,“ útskýrir hann en lagið vann Daníel með hljómsveit sinni þeim Hálfdáni Árnasyni, Skúla Gíslasyni ásamt Garðari vin þeirra en hljóðblöndun var í höndum Bjarna Þór Jensson. Bandaríski tónlistarmaðurinn Alain Johannes (Queens of The Stone Age, Chris Cornell, Mark Lanegan, PJ Harvey o.fl.) sá um hljómjöfnun en Johannes hefur hljómjafnað eða hljóðblandað flest það efni sem Daníel hefur sent frá sér hingað til. Daníel ásamt Hálfdáni og Skúla en kapparnir vinna núna að sinni fyrstu breiskífu sem er væntanleg á næsta ári. Spurður út í myndbandið segir hann að það gefur laginu aukinn byr en lagið fjallar um erfiði í æsku og að festast í ákveðnu limbói milli raunveruleika og óhuggulegra drauma þannig að skilin á milli verða óskýr. „Ég er í raun að semja um eigin líðan sem barn á ákveðnu tímabili í mínu lífi, horfandi til baka sem fullorðinn maður. Myndbandið segir ákveðna sögu og finnst mér það hafa heppnast vel hjá okkur og Jónatan á hrós skilið fyrir sitt þar.“ Daníel vinnur nú ásamt hljómsveit að fyrstu breiðskífu sinni en samnefnd þröngskífa Daníels kom út í nóvember 2020 en þar koma fyrir meðlimir úr hljómsveit Mark Lanegan auk annarra gesta, svo til mikils er að vænta af þeirri breiðskífu, sem væntanleg er á næsta ári. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið
„Lagið varð til við píanóið sem ballaða í anda Sufjan Stevens snemma árs 2020 við upphaf Covid en tókst svo á loft í eitthvað annað og stærra,“ útskýrir hann en lagið vann Daníel með hljómsveit sinni þeim Hálfdáni Árnasyni, Skúla Gíslasyni ásamt Garðari vin þeirra en hljóðblöndun var í höndum Bjarna Þór Jensson. Bandaríski tónlistarmaðurinn Alain Johannes (Queens of The Stone Age, Chris Cornell, Mark Lanegan, PJ Harvey o.fl.) sá um hljómjöfnun en Johannes hefur hljómjafnað eða hljóðblandað flest það efni sem Daníel hefur sent frá sér hingað til. Daníel ásamt Hálfdáni og Skúla en kapparnir vinna núna að sinni fyrstu breiskífu sem er væntanleg á næsta ári. Spurður út í myndbandið segir hann að það gefur laginu aukinn byr en lagið fjallar um erfiði í æsku og að festast í ákveðnu limbói milli raunveruleika og óhuggulegra drauma þannig að skilin á milli verða óskýr. „Ég er í raun að semja um eigin líðan sem barn á ákveðnu tímabili í mínu lífi, horfandi til baka sem fullorðinn maður. Myndbandið segir ákveðna sögu og finnst mér það hafa heppnast vel hjá okkur og Jónatan á hrós skilið fyrir sitt þar.“ Daníel vinnur nú ásamt hljómsveit að fyrstu breiðskífu sinni en samnefnd þröngskífa Daníels kom út í nóvember 2020 en þar koma fyrir meðlimir úr hljómsveit Mark Lanegan auk annarra gesta, svo til mikils er að vænta af þeirri breiðskífu, sem væntanleg er á næsta ári. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið