Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 10:19 Varðstjóri lögreglunnar telur að um þúsund gestir séu í Vestmannaeyjum um helgina. Brekkusöngurinn fer fram í Herjólfsdal í kvöld en þó án áhorfenda. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira
Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28