YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 17:25 YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann vegna myndbanda sem talin eru draga alvarleika heimsfaraldursins í efa. Getty/Anadolu Agency Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira