Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 07:35 Tsimanouskaya leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar á Haneda flugvelli í Tókýó á laugardagskvöld. Hún er nú í öruggu skjóli að sögn Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Getty Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó. Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó.
Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira