Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 10:36 MBKh Media er annar þeirra miðla sem lokað var á í gær. Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi beitt sér gegn fjölmörgum sjálfstæðum miðlum. AP/Alexander Zemlianichenko Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira