Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 13:38 Kristín Helga er hæstánægð með að Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð. Aðsend/Forlagið Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. „Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar. Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar.
Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira