Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 21:28 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er nokkuð bjartsýnn fyrir seinni leik liðanna. Vísir/Hafliði Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira