Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. ágúst 2021 10:34 Auðunn Blöndal leikur leynilögguna Bússa sem berst við hættulegustu glæpamenn landsins í Íslensku hasar- og gamanmyndinni Leynilögga. Pegasus/Elli Cassata Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nú þegar hefur myndin vakið mikla athygli og forvitni en fréttaveitan Variety frumsýndi sýnishorn á ensku í gær og birti grein þar sem blaðamaður hrósar myndinni og segir hana vera „Bad ass comedy.“ Myndin fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni næsta þriðjudag en sýningar hefjast á Íslandi þann 27. ágúst. Pegasus/Elli Cassata Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt sýnishorn úr myndinni. Klippa: Leynilögga - Stikla Stórt skref að skrifa undir samning Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að finna sölufyrirtæki sem ekki eingöngu hafði jafn gaman af myndinni og við heldur einnig hefði djúpan skiling á þessari tegund kvikmyndar. Þótt þetta sé í grunnin hasar gamanmynd þá býr hún einnig yfir helling af öðrum hliðum líka. Íslenski hópurinn heldur út á mánudaginn og verður myndin verður sýnd þar á þriðjudaginn en sýningar munu hefjast á Íslandi í lok ágúst, byrjun september. „Það fer töluvert stór hópur með myndinni út. Fyrir utan mig og leikstjórann Hannes Þór fara þau Auddi, Sveppi, Egill, Steinunn Ólína, Björn Hlynur og Vivan Ólafs,“ segir Lilja. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief segir að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Plakat myndarinnar Leynilögga.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira