Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Sigmundur Davíð hámar í sig hrátt hakkið af áfergju. Instagram/Sigmundurdg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021 Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021
Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19
Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38