Auður bað um að vera klipptur út úr „Ófærð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 17:30 Auðunn „Auður“ Lúthersson verður ekki lengur í þriðju þáttaröð „Ófærðar“. Daniel Thor Framleiðendur þriðju þáttaraðarinnar af „Ófærð“ hafa orðið við beiðni tónlistarmannsins Auðs um að hann verði klipptur úr úr þáttunum. Fyrr í sumar viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk ungrar konu. Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, fór með lítið aukahlutverk í þriðju þáttaröð „Ófærðar“ sem til stendur að sýna í vetur. Agnes Johansen, framleiðandi þáttanna, segir Ríkisútvarpinu að tónlistarmaðurinn hafi sjálfur beðið um að verða klipptur út úr þáttunum. Framleiðendurnir hafi talið að þeim væri ekki stætt á öðru en að verða við þeirri beiðni. Þetta á þó ekki að seinka framleiðslu þáttanna en Agnes segir RÚV að bæta þurfi við nokkrum tökudögum vegna þess. Eftir að Auður var sakaður um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum fyrr í sumar gekkst hann við því að hafa „farið yfir mörk“ ungrar konu árið 2019 en hafnaði alvarlegri ásökunum um kynferðisofbeldi. Dró hann sig í hlé í kjölfarið og hætti til að mynda þátttöku í uppsetningu Þjóðleikhússins á „Rómeó og Júlíu“ og tónleikum með Bubba. „Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ sagði Auður í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í júní. MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, fór með lítið aukahlutverk í þriðju þáttaröð „Ófærðar“ sem til stendur að sýna í vetur. Agnes Johansen, framleiðandi þáttanna, segir Ríkisútvarpinu að tónlistarmaðurinn hafi sjálfur beðið um að verða klipptur út úr þáttunum. Framleiðendurnir hafi talið að þeim væri ekki stætt á öðru en að verða við þeirri beiðni. Þetta á þó ekki að seinka framleiðslu þáttanna en Agnes segir RÚV að bæta þurfi við nokkrum tökudögum vegna þess. Eftir að Auður var sakaður um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum fyrr í sumar gekkst hann við því að hafa „farið yfir mörk“ ungrar konu árið 2019 en hafnaði alvarlegri ásökunum um kynferðisofbeldi. Dró hann sig í hlé í kjölfarið og hætti til að mynda þátttöku í uppsetningu Þjóðleikhússins á „Rómeó og Júlíu“ og tónleikum með Bubba. „Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ sagði Auður í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í júní.
MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57
Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34