Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:21 Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag og er með eins höggs forystu. mynd/gsí Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira