Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. ágúst 2021 17:41 Íslandsmeistarar 2021. golf.is Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga. Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira