Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:55 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna. aðsend Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira