Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:55 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna. aðsend Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira