„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“ Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira