Katrín Tanja: Tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit vegna þín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum og eiga öll verðlaun frá heimsleikunum, gull, silfur og brons. Instagram/@anniethorisdottir Katrín Tanja Davíðsdóttir sendi þriðju hraustustu CrossFit konu heim fallega kveðju í gær og hélt upp á tímamót í leiðinni. Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira