Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrsluna áhyggjuefni. vilhelm gunnarsson Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira