Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 15:53 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í september. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira