Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 18:31 Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. sigurjón ólason Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. „Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira