Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2021 20:20 Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttu. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur. Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur.
Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira