Enski boltinn

Lukaku er genginn aftur í raðir Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lukaku í leik með Chelsea gegn Aston Villa árið 2013. Hann er nú mættur aftur sem dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Lukaku í leik með Chelsea gegn Aston Villa árið 2013. Hann er nú mættur aftur sem dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Scott Heavey/Getty Images

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Chelsea frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Chelsea staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Lukaku skrifaði í dag undir fimm ára samning við Lundúnaliðið, en hann var á mála hjá þeim bláklæddu á árunum 2011-2014. 

Chelsea greiðir 97,5 milljónir punda fyrir framherjann, sem gerir hann að næst dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, á eftir Jack Grealish sem keyptur var til Manchester City á dögunum.

Lukaku er ensku úrvalsdeildinni vel kunnugur, en hann hefur skorað 113 mörk í 252 leikjum í deildinni fyrir Chelsea, Everton, West Bromwich Albion og Manchester United.

Nú seinast lék hann fyrir Inter Milan á Ítalíu þar sem hann skoraði 24 mörk í 36 leikjum á seinasta tímabili og hjálpaði liðinu þannig að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í 11 ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×