„Ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2021 15:35 Nýnemarnir eru spenntir fyrir því að byrja í skólanum, hvað sem komandi veiruvetur ber í skauti sér. Vísir/Einar Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík fór fram með öðru sniði en venjulega í dag. Í stað þess að hittast og blanda geði á göngum skólans var nemendum raðað niður í stofur eftir deildum, vegna sóttvarnaráðstafana. Nýnemar eru þó flestir spenntir að hefja nám við skólann. Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“ Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Sjá meira
Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Sjá meira
Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35