Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Íshellarnir í Kötlujökli eru mjög svartir og dökkir þar sem þar er svo mikið af ösku úr Kötlu. Þú sérð ekki þennan bláa tæra ís eins og í mörgum öðrum íshellum á landinu. Þessir hellar eru fullir af ösku úr Kötlugosum. Vísir/RAX Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson ljósmyndari okkar myndaði slíkan ísboga fyrr í mánuðinum þegar hann var á svæðinu ásamt Benedikt Bragasyni sauðfjárbónda á Ytri-Sólheimum. Myndaþátt RAX má sjá hér fyrir neðan. Askan setur drungalegan svip á svæðið.Vísir/RAX Þegar ljósmyndarinn kom aftur sjö dögum síðar var boginn hruninn. Einu leifarnar af íshellinum var klakahrúga á jörðu niðri. „Það var þoka þegar ég kom að jöklinum og þetta var eins og að stíga inn í bíómynd, eins og í annan heim,“ segir RAX um aðstæðurnar við Kötlujökul. LJósmyndirnar minna á skot úr Kötlu þáttum Baltasars Kormáks. Vísir/RAX „Þegar einn er horfinn er gáð að öðrum, yfirleitt eru alltaf einhverjir hellar þarna,“ segir Benni. „Það eru ótrúlega falleg munstur sem verða í hellunum í undraveröld jökulsins og þarna sér maður öskulögin úr eldgosum. Það er hægt að lesa öskulögin í jöklinum eins og bók, þessi bók er að bráðna,“ segir RAX. Hér sést boginn þegar RAX fór þangað í fyrri ferðina sína í ágúst. Vísir/RAX „Þessi flotti íshellir hrundi og þá var bara boginn eftir. Það er alveg stórkostlegt að sjá þetta en hann hefur hopað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma og hann er náttúrulega að þynnast,“ segir RAX sem hefur skrásett bráðnun jöklanna síðustu árin. „Íshellar eins og þarna eru yfirleitt rásir eftir rennandi vatn, svo er jökullinn alltaf á hreyfingu fram. Í þessu tilfelli hefur verið dálítið þykkur ísinn þar sem að hann var fremstur í hellinum. Svo fellur loftið niður og þá verður þessi ísspöng eftir,“ útskýrir Benedikt, oftast kallaður Benni. Hér er boginn fallinn. Svæði sem þessi geta verið einstaklega hættuleg þó að þeir hafi mikið aðdráttarafl og fólk vilji skiljanlega skoða.Vísir/RAX Þeir segja ómögulegt að segja til um það hversu margir íshellar eru á svæðinu, því margir hafa ekki komið í ljós og svo hrynja þeir líka jafn reglulega líkt og nýir finnast. Benni segir að þrátt fyrir marga áratugi á jöklum, séu þeir alltaf að koma honum á óvart. Vísir/Samsett „Mín fyrsta hugsun var, ég er í Lord of the Rings. Þetta var risa geimur og ég fór þarna undir og inn, það er ekki ráðlegt samt,“ segir RAX og ítrekar að fólk eigi alls ekki að fara í hella sem þessa án einstaklinga sem þekkja til á svæðinu og geta metið aðstæður. Benedikt tekur líka undir þetta. „Ef eitthvað fer að hrynja geta þeir metið þetta manna best, hvenær þetta er að verða hættulegt. Þeir vita þó aldrei nákvæmlega við hverju er að búast.“ Undraveröld Kötlujökuls er engu lík.Vísir/RAX „Þetta er eins og að ganga inn í einhvern undraheim og maður beið eftir Gollum, litla sköllótta gæjanum með hringinn,“ segir RAX og hlær. „Þú upplifir breytingarnar á heiminum, þetta gerist svo hratt. Þessir íshellar eru undraheimur þegar þeir opnast, þetta er undraveröld, þú ert að horfa inn í átta hundruð ára ís. Kannski finnur þú sverð Ingólfs Arnarsonar þarna. Snjór sem snjóaði þegar landnámsmenn komu er að bráðna núna,“ bætir hann við. Lítið sem ekkert eftir af hellinum sem var þarna í sumar.Vísir/RAX „Það voru Norðmenn með mér í för og þeir bara göptu, þeir áttu ekki til orð. Upplifunin að vera þarna er svo sterk. Eins og ef þú skoðar eldgos, engin mynd mun fanga hvernig tilfinning það er að vera þarna og sjá það,“ segir RAX. „Þetta er svolítið ógnvekjandi,“ viðurkennir Benni. „Að vera inni í íshelli sem er í raun mjög óstöðugt fyrirbæri og getur fallið saman þess vegna. Íshellarnir á Kötlujökli eru mjög breytilegir,“ segir Benni og bætir við: „Það er aldrei alveg öruggt eða óhætt að fara inn í íshelli.“ Benni segir að andrúmsloftið þarna sé einfaldlega alveg magnað og hafa þeir félagarnir nú náð að sannfæra blaðamann um að heimsækja íshellana í Kötlujökli sem fyrst.Vísir/RAX Benni hefur líkt og RAX mikinn áhuga á íslensku jöklunum. „Ég er búin að vera með jöklaferðir upp á Mýrdalsjökul í mörg ár. Ég er búin að vera á jöklum í hátt í þrjátíu ár. Þangað sem við vorum við Kötlujökul við Ragnar, hef ég verið að fara með fólk í mörg ár. Það hefur verið hliðarvinna hjá mér að fara þangað með fólk. Nú eru fyrirtæki byrjuð að vera með skipulagðar ferðir í þessa íshella og það er mjög gaman að því. Þetta er alveg magnað umhverfi fyrir okkur Íslendinga og fyrir útlendinga er þetta algjörlega úr öðrum heimi.“ RAX Ljósmyndun Loftslagsmál Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ragnar Axelsson ljósmyndari okkar myndaði slíkan ísboga fyrr í mánuðinum þegar hann var á svæðinu ásamt Benedikt Bragasyni sauðfjárbónda á Ytri-Sólheimum. Myndaþátt RAX má sjá hér fyrir neðan. Askan setur drungalegan svip á svæðið.Vísir/RAX Þegar ljósmyndarinn kom aftur sjö dögum síðar var boginn hruninn. Einu leifarnar af íshellinum var klakahrúga á jörðu niðri. „Það var þoka þegar ég kom að jöklinum og þetta var eins og að stíga inn í bíómynd, eins og í annan heim,“ segir RAX um aðstæðurnar við Kötlujökul. LJósmyndirnar minna á skot úr Kötlu þáttum Baltasars Kormáks. Vísir/RAX „Þegar einn er horfinn er gáð að öðrum, yfirleitt eru alltaf einhverjir hellar þarna,“ segir Benni. „Það eru ótrúlega falleg munstur sem verða í hellunum í undraveröld jökulsins og þarna sér maður öskulögin úr eldgosum. Það er hægt að lesa öskulögin í jöklinum eins og bók, þessi bók er að bráðna,“ segir RAX. Hér sést boginn þegar RAX fór þangað í fyrri ferðina sína í ágúst. Vísir/RAX „Þessi flotti íshellir hrundi og þá var bara boginn eftir. Það er alveg stórkostlegt að sjá þetta en hann hefur hopað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma og hann er náttúrulega að þynnast,“ segir RAX sem hefur skrásett bráðnun jöklanna síðustu árin. „Íshellar eins og þarna eru yfirleitt rásir eftir rennandi vatn, svo er jökullinn alltaf á hreyfingu fram. Í þessu tilfelli hefur verið dálítið þykkur ísinn þar sem að hann var fremstur í hellinum. Svo fellur loftið niður og þá verður þessi ísspöng eftir,“ útskýrir Benedikt, oftast kallaður Benni. Hér er boginn fallinn. Svæði sem þessi geta verið einstaklega hættuleg þó að þeir hafi mikið aðdráttarafl og fólk vilji skiljanlega skoða.Vísir/RAX Þeir segja ómögulegt að segja til um það hversu margir íshellar eru á svæðinu, því margir hafa ekki komið í ljós og svo hrynja þeir líka jafn reglulega líkt og nýir finnast. Benni segir að þrátt fyrir marga áratugi á jöklum, séu þeir alltaf að koma honum á óvart. Vísir/Samsett „Mín fyrsta hugsun var, ég er í Lord of the Rings. Þetta var risa geimur og ég fór þarna undir og inn, það er ekki ráðlegt samt,“ segir RAX og ítrekar að fólk eigi alls ekki að fara í hella sem þessa án einstaklinga sem þekkja til á svæðinu og geta metið aðstæður. Benedikt tekur líka undir þetta. „Ef eitthvað fer að hrynja geta þeir metið þetta manna best, hvenær þetta er að verða hættulegt. Þeir vita þó aldrei nákvæmlega við hverju er að búast.“ Undraveröld Kötlujökuls er engu lík.Vísir/RAX „Þetta er eins og að ganga inn í einhvern undraheim og maður beið eftir Gollum, litla sköllótta gæjanum með hringinn,“ segir RAX og hlær. „Þú upplifir breytingarnar á heiminum, þetta gerist svo hratt. Þessir íshellar eru undraheimur þegar þeir opnast, þetta er undraveröld, þú ert að horfa inn í átta hundruð ára ís. Kannski finnur þú sverð Ingólfs Arnarsonar þarna. Snjór sem snjóaði þegar landnámsmenn komu er að bráðna núna,“ bætir hann við. Lítið sem ekkert eftir af hellinum sem var þarna í sumar.Vísir/RAX „Það voru Norðmenn með mér í för og þeir bara göptu, þeir áttu ekki til orð. Upplifunin að vera þarna er svo sterk. Eins og ef þú skoðar eldgos, engin mynd mun fanga hvernig tilfinning það er að vera þarna og sjá það,“ segir RAX. „Þetta er svolítið ógnvekjandi,“ viðurkennir Benni. „Að vera inni í íshelli sem er í raun mjög óstöðugt fyrirbæri og getur fallið saman þess vegna. Íshellarnir á Kötlujökli eru mjög breytilegir,“ segir Benni og bætir við: „Það er aldrei alveg öruggt eða óhætt að fara inn í íshelli.“ Benni segir að andrúmsloftið þarna sé einfaldlega alveg magnað og hafa þeir félagarnir nú náð að sannfæra blaðamann um að heimsækja íshellana í Kötlujökli sem fyrst.Vísir/RAX Benni hefur líkt og RAX mikinn áhuga á íslensku jöklunum. „Ég er búin að vera með jöklaferðir upp á Mýrdalsjökul í mörg ár. Ég er búin að vera á jöklum í hátt í þrjátíu ár. Þangað sem við vorum við Kötlujökul við Ragnar, hef ég verið að fara með fólk í mörg ár. Það hefur verið hliðarvinna hjá mér að fara þangað með fólk. Nú eru fyrirtæki byrjuð að vera með skipulagðar ferðir í þessa íshella og það er mjög gaman að því. Þetta er alveg magnað umhverfi fyrir okkur Íslendinga og fyrir útlendinga er þetta algjörlega úr öðrum heimi.“
RAX Ljósmyndun Loftslagsmál Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning