Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem lagður var inn á legudeild til eftirlits. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Líðan mannsins er sögð vera sæmileg en hann er á þrettánda degi veikinda. Hann er ekki í öndunarvél.
Maðurinn er sá eini sem liggur inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 og er jafnframt sá fyrsti til þess að vera lagður þar inn vegna veirunnar í þeirri bylgju sem nú ríður yfir.
Alls eru 72 einstaklingar í einangrun smitaðir af veirunni og 76 í sóttkví á Norðurlandi.