Henley sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi er með þriggja högga forystu á Tyler McCumber þegar að einn dagur er eftir. Henley hefur hingað til leikið á 15 höggum undir pari en McCumber á 12 höggum undir pari. Henley hefur átt flotta þrjá daga þar sem hann hefur skorað 62-64-69. Það er þó ekki langt í næstu kylfinga á eftir þeim Henley og McCumber en það eru heilir sex kylfingar sem eru ellefu höggum undir pari.
Third Round of the @WyndhamChamp is complete. Russell Henley will take a three-shot lead into Sunday s Final Round at @Sedgefield1926 ...@WFMY @greensborocity pic.twitter.com/7yCTgcVjJK
— Brian Hall (@bhallwfmy) August 14, 2021
Henley sem er 32 ára hefur sigrað þrisvar sinnum á PGA mótaröðinni en hefur best náð ellefta sæti á stórmóti.