Forsetinn farinn úr landi - afganska stjórnin riðar til falls Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 13:55 Ashraf Ghani er sitjandi forseti Afganistan. Wali Sabawoon/Getty Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, hefur samkvæmt afgönskum fjölmiðlum flúið land undan talíbönum, sem hafa komið sér fyrir í Kabúl. Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt. Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt.
Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56
Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54