Enski boltinn

Bruno setti þrennuboltann í bílbelti á leiðinni heim frá Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes kom með þrennuboltann í hendurnar eftir 5-1 sigur Manchester United á Leeds United á Old Trafford um helgina.
Bruno Fernandes kom með þrennuboltann í hendurnar eftir 5-1 sigur Manchester United á Leeds United á Old Trafford um helgina. AP/Jon Super

Bruno Fernandes byrjaði nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með látum eða með því að skora þrennu í 5-1 sigri á Leeds United í fyrstu umferð.

Leikurinn fór fram á Old Trafford og var sá fyrsti í langan tíma á vellinum þar sem áhorfendur fengu að mæta í leikhús draumanna.

Eins og sást vel eftir að lokaflautið gall þá passaði Bruno upp á það að fá boltann eftir leik.

Hann lét síðan alla leikmenn Manchetser United árita hann fyrir sig og fór síðan með hann heim.

Bruno sýndi frá því hvernig hann hafði þetta. Hann setti áritaða þrennuboltann auðvitað í bílbelti á leiðinni heim frá Old Trafford.

„Ana Pinho. Ég er að koma með nýjan hlut í stofuna okkar,“ skrifaði Bruno Fernandes. Þau hafa verið saman lengi, gift í sex ár og eignuðust sitt annað barn á síðasta ári.

Bruno sagði líka frá því af hverju fyrsta þrennan kom í þessum leik. „Ég var að bíða eftir fullum Old Trafford áður en ég skorað mína fyrstu þrennu fyrir þennan magnaða klúbb,“ skrifaði Bruno kátur.

Bruno Fernandes hefur skorað 43 mörk í 81 leik með félaginu þar af 29 mörk í 52 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×