Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 20:33 Talibanar hafa aftur náð völdum í Afganistan, tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott. EPA/JALIL REZAYEE Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“ Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“
Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01