Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 10:01 Leikmenn mótmæla í leiknum í Kórnum í gær. Elías Ingi Árnason með gula spjaldið á lofti. Skjámynd/S2 Sport Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira