Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 10:18 Malala Yousafzai var aðeins fimmtán ára gömul þegar talibanar skutu hana fyrir að berjast fyrir réttindum stúlkna til náms í Pakistan. Vísir/EPA Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug. Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53
Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31