Enski boltinn

Ødegaard nálgast Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Ødegaard var á láni hjá Arsenal frá Real Madrid á seinasta tímabili.
Martin Ødegaard var á láni hjá Arsenal frá Real Madrid á seinasta tímabili. Twitter/@arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili.

Ødegaard er 22 ára og spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann spilaði 14 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal á lánstíma sínum á seinasta tímabili.

Íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter síðu sinni, en talið er að kaupverðið verði í kringum 34 milljónir punda, og að Norðmaðurinn muni skrifa undir fimm ára samning.

Ødegaard gekk til liðs við Real Madrid aðeins 15 ára gamall eftir að hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli í heimalandi sínu.

Talið er að Ødegaard sé búinn að ná samkomulagi við Lundúnaliðið, og því þurfa félögin bara að ganga frá sínum málum áður en leikmaðurinn verður formlega keyptur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×