Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Crossfit þjálfarinn og veganistinn Árni Björn Kristjánsson er ekki par sáttur við orð Þorbjargar Hafsteinsdóttur og sakar hana um fáfræði í garð veganisma. Spjallið með Góðvild/Samsett Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum. Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vegan Heilsa Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Vegan Heilsa Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira