Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:26 Hætta er talin á að ungt fólk hætti að taka þátt í opinberum umræðum á netinu vegna áreitis sem það verður fyrir. Getty Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira