„Hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Þórdís Reynisdóttir Tara Tjörvadóttir hefur hannað ný plaköt fyrir Kraft, til þess að minna fólk á að staldra við í núinu. Plakötin eru seld sem fjáröflun fyrir félagið. Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Myndlist Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína.
Myndlist Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira