Lífið

Forsetahjónin funduðu með Friðriki og Mary

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundinum í Amalienborg í dag.
Frá fundinum í Amalienborg í dag. Danska konungshöllin

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú funduðu með Friðriki, krónprins Dana, og Mary krónprinsessu í Amalienborg í dag.

Forsetahjónin mættu til Kaupmannahafnar í gær en heimsóknin er í tilefni af „World Pride“ hátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn og Málmey 12.–22. ágúst.

Verkefni hjónanna eru af ýmsum toga. Forseti flutti setningarræðu á alþjóðaráðstefnu um mannréttindi í Øksnehallen í Kaupmannahöfn í dag. Á morgun heldur hann svo framsöguræðu á Þjóðþinginu

danska á alþjóðlegum viðburði, „Interparliamentary Plenary Assembly“ sem rúmlega 200 stjórnmálamenn frá 53 löndum sækja.

Eliza Reid forsetafrú mun halda ávarp á ráðstefnunni „Refugees,Borders and Immigration” í Málmey í Svíþjóð 20. ágúst þar sem sjónum verður beint að stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda.

Auk þess sækja forsetahjónin Jónshús heim og hitta þar Íslendinga búsetta í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.