Styrmir Gunnarsson er látinn Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. ágúst 2021 09:20 Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins til ársins 2008, eða í 36 ár. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára að aldri. Óhætt er að segja að þar sé genginn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður okkar Íslendinga. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið, öflugur álitsgjafi og greinandi allt þar til undir það síðasta. Styrmir fæddist í Reykjavík þann 27. mars árið 1938. Foreldrar Styrmis voru Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir og Gunnar Árnason framkvæmdastjóri. Styrmir var elstur í fimm systkina hópii. Hann lauk laganámi við Háskóla Íslands ári ð 1965, hóf svo störf við Morgunblaðið 2. júní sama ár og varð ritstjóri blaðsins árið 1972. Áhrif Styrmis hafa verið mikil Styrmir lét af ritstjórastarfi þann 2. júní 2008. Þá hafði hann starfað hjá Morgunblaðinu í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri. Hann gerði upp fjármálahrunið í bók sinni Umsátrið - fall Íslands og endurreisn sem kom út árið 2009. Tveimur árum síðar kom út rit hans Ómunatíð - saga um geðveiki. Þar fjallar Styrmir um langvarandi baráttu Sigrúnar Finnbogadóttur, eiginkonu sinnar, við geðhvarfasýki og áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu hennar og umhverfi. Sigrún lést árið 2016. Óhætt er að segja að Styrmir hafi haft veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins á velmektarárum þess en í hans ritstjórnartíð og Matthíasar Johannessen samritstjóra bar blaðið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla og hafði ótvírætt hliðvörslu- og dagskrárvald; hvaða mál komust á dagskrá og hver ekki. Morgunblaðið var lengstum yfirlýst málgagn Sjálfstæðisflokksins og sátu ritstjórar þingflokksfundi um langt skeið. Það heyrði til tíðinda ef flokksforystan fór gegn stefnu blaðsins. Styrmir var Sjálfstæðismaður sem lá ekki á skoðunum sínum. Hann leit svo á að hann sjálfur og blaðið hefðu mikilvægu hlutverki að gegna á dögum kalda stríðsins sem samherjar vestrænnar samvinnu í baráttu gegn kommúnistum. Styrmir sagði óvænt frá því, í opinskáu viðtali við Stundina árið 2017, hann væri af nasistum kominn. Þeirri sögu fylgdi að hann hefði alla ævi mátt berjast gegn þeim fyrstu pólitísku áhrifum sem hann hafði orðið fyrir. En þannig væri bakgrunnur hans ólíkur þeim samferðamönnum sem hann kynntist hjá Sjálfstæðisflokknum, að ekki sé minnst á þeirra sem skipað hafa forystusveit flokksins á undanförnum árum sem Styrmir gagnrýndi á stundum þannig að eftir var tekið. Þegar flokksblöðin liðu undir lok töldu Morgunblaðsmenn tímabært að slíta tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, í það minnsta opinberlega og vera óháð. Það var í tíð Styrmis, árið 1983, sem ritstjórar Morgunblaðsins og þingfréttaritarar blaðsins hættu að sitja þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“ Styrmir var samfélagsrýnir af Guðs náð og skrifaði vikulega pistla í Morgunblaðið. Sá síðasti birtist í dag þar sem Styrmir fjallar um mikilvægi menningarlífs okkar Íslendinga, vekur athygli á píanósnilli Víkings Heiðars Ólafssonar og biður þingmenn um að gefa menningunni betri gaum. Styrmir dró aldrei af sér í gagnrýni sinni og orð hans höfðu vigt, en þar naut hann stöðu sinnar; Styrmir hlaut að vita um hvað hann var að tala eftir áratuga návígi við valdið. Fleyg urðu ummæli hans sem finna má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem tekin var saman í kjölfar fjármálahrunsins 2008, þegar hann sagði í viðtali við nefndina: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta,“ sagði Styrmir. Hann fylgdi þeim orðum eftir í áðurnefndu viðtali í Stundinni þar sem Styrmir sagði elítu alltaf hafa verið til á Íslandi: „Í gamla daga var það aðallinn og hér fyrir hrun voru það bankajöfrarnir og viðskiptajöfrarnir. Núna er að verða til annars konar elíta, það eru stjórnmálamenn úr öllum flokkum, ég geri engan mun á því hvort það sé Sjálfstæðisflokkur eða VG.“ Átök flokkanna móti samfélagið. Skýrari skil hafi verið á milli flokka áður fyrr og þeir ólíkari. „Nú er þetta bara svo augljóst að það er til eins konar elíta hér á Íslandi og allir flokkar eiga aðild að henni, hver einn og einasti.“ Við sama tækifæri sagði Styrmir að villandi væri að tala um heiðarleika, hvorki í umræðu um stjórnmál né fjölmiðla. „Þótt fjölmiðlamönnum finnist þeir gjarnan vera ofboðslega heiðarlegir þá er veruleikinn allt annar. Fjölmiðlafólk er bara partur af þessum leik. Þannig er þetta.“ Gagnrýninn fram á síðasta dag Styrmir skrifaði fleiri bækur eftir að ritstjóraferli hans lauk en þær sem áður er getið. Bókin Sjálfstæðisflokkurinn - Átök og uppgjör kom út árið 2012 og bókin Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar - Byltingin sem aldrei varð kom út fimm árum síðar. Báðar fjalla um Sjálfstæðisflokkinn á ólíkum tímum. Í köldu stríði - Barátta og vinátta á átakatímum kom út árið 2014 en hún fjallar um andrúmsloftið á Íslandi á dögum kalda stríðsins. Þá skrifaði hann, eins og áður sagði, vikulega pistla í Morgunblaðið en missti úr tvær vikur í vor þegar hann fékk heilaslag og var greindur með blóðtappa. Hann gerði dvöl á Landspítalanum í vor að viðfangsefni pistils síns. Það hefði verið stórfróðlegt að fylgjast með starfinu þar úr sjúkrarúmi: „Eitt af því sem kom mest á óvart er hve margir útlendingar úr mörgum áttum eru þar starfandi. Þar eru starfandi sem hjúkrunarfræðingar hámenntaðir erlendir læknar með mikla reynslu, sem vilja fullnuma sig í íslenzku máli áður en þeir hefja störf sem slíkir hér.“ Og Styrmir fylgdi orðum sínum eftir með skírskotun til stjórnmálamanna, vinnuálagið á starfsfólkið væri bersýnilega gífurlegt og vanmetið. Byggja þyrfti upp öflugt heilbrigðiskerfi. „Það væru mikil mistök að heykjast á slíkum útgjöldum. Það væri sambærilegt við það að horfa aðgerðalaus á myglandi skóla. Með sama hætti væru það mistök að horfast ekki í augu við það, að við verðum líka að byggja upp heilbrigðiskerfið úti á landi. Í raun og veru þarf að grípa til sambærilegra aðgerða í heilbrigðismálum og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur boðað í málefnum barna. Það verður að telja líklegt, að öll þessi mál verði til umræðu í kosningabaráttunni. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu mun taka eftir því hvort svo verður. Þar er á ferð stór hópur kjósenda,“ skrifaði Styrmir í þeim pistli sínum sem birtist í apríl. Styrmir eignaðist tvær dætur með Sigrúnu heitinni eiginkonu sinni, Huldu Dóru, stjórnendaráðgjafa á mannauðssviði Landspítalans, og Hönnu Guðrúnu, prófessor í sýningagerð við myndlistadeild Listaháskóla Íslands. Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Styrmir fæddist í Reykjavík þann 27. mars árið 1938. Foreldrar Styrmis voru Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir og Gunnar Árnason framkvæmdastjóri. Styrmir var elstur í fimm systkina hópii. Hann lauk laganámi við Háskóla Íslands ári ð 1965, hóf svo störf við Morgunblaðið 2. júní sama ár og varð ritstjóri blaðsins árið 1972. Áhrif Styrmis hafa verið mikil Styrmir lét af ritstjórastarfi þann 2. júní 2008. Þá hafði hann starfað hjá Morgunblaðinu í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri. Hann gerði upp fjármálahrunið í bók sinni Umsátrið - fall Íslands og endurreisn sem kom út árið 2009. Tveimur árum síðar kom út rit hans Ómunatíð - saga um geðveiki. Þar fjallar Styrmir um langvarandi baráttu Sigrúnar Finnbogadóttur, eiginkonu sinnar, við geðhvarfasýki og áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu hennar og umhverfi. Sigrún lést árið 2016. Óhætt er að segja að Styrmir hafi haft veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins á velmektarárum þess en í hans ritstjórnartíð og Matthíasar Johannessen samritstjóra bar blaðið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla og hafði ótvírætt hliðvörslu- og dagskrárvald; hvaða mál komust á dagskrá og hver ekki. Morgunblaðið var lengstum yfirlýst málgagn Sjálfstæðisflokksins og sátu ritstjórar þingflokksfundi um langt skeið. Það heyrði til tíðinda ef flokksforystan fór gegn stefnu blaðsins. Styrmir var Sjálfstæðismaður sem lá ekki á skoðunum sínum. Hann leit svo á að hann sjálfur og blaðið hefðu mikilvægu hlutverki að gegna á dögum kalda stríðsins sem samherjar vestrænnar samvinnu í baráttu gegn kommúnistum. Styrmir sagði óvænt frá því, í opinskáu viðtali við Stundina árið 2017, hann væri af nasistum kominn. Þeirri sögu fylgdi að hann hefði alla ævi mátt berjast gegn þeim fyrstu pólitísku áhrifum sem hann hafði orðið fyrir. En þannig væri bakgrunnur hans ólíkur þeim samferðamönnum sem hann kynntist hjá Sjálfstæðisflokknum, að ekki sé minnst á þeirra sem skipað hafa forystusveit flokksins á undanförnum árum sem Styrmir gagnrýndi á stundum þannig að eftir var tekið. Þegar flokksblöðin liðu undir lok töldu Morgunblaðsmenn tímabært að slíta tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, í það minnsta opinberlega og vera óháð. Það var í tíð Styrmis, árið 1983, sem ritstjórar Morgunblaðsins og þingfréttaritarar blaðsins hættu að sitja þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“ Styrmir var samfélagsrýnir af Guðs náð og skrifaði vikulega pistla í Morgunblaðið. Sá síðasti birtist í dag þar sem Styrmir fjallar um mikilvægi menningarlífs okkar Íslendinga, vekur athygli á píanósnilli Víkings Heiðars Ólafssonar og biður þingmenn um að gefa menningunni betri gaum. Styrmir dró aldrei af sér í gagnrýni sinni og orð hans höfðu vigt, en þar naut hann stöðu sinnar; Styrmir hlaut að vita um hvað hann var að tala eftir áratuga návígi við valdið. Fleyg urðu ummæli hans sem finna má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem tekin var saman í kjölfar fjármálahrunsins 2008, þegar hann sagði í viðtali við nefndina: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta,“ sagði Styrmir. Hann fylgdi þeim orðum eftir í áðurnefndu viðtali í Stundinni þar sem Styrmir sagði elítu alltaf hafa verið til á Íslandi: „Í gamla daga var það aðallinn og hér fyrir hrun voru það bankajöfrarnir og viðskiptajöfrarnir. Núna er að verða til annars konar elíta, það eru stjórnmálamenn úr öllum flokkum, ég geri engan mun á því hvort það sé Sjálfstæðisflokkur eða VG.“ Átök flokkanna móti samfélagið. Skýrari skil hafi verið á milli flokka áður fyrr og þeir ólíkari. „Nú er þetta bara svo augljóst að það er til eins konar elíta hér á Íslandi og allir flokkar eiga aðild að henni, hver einn og einasti.“ Við sama tækifæri sagði Styrmir að villandi væri að tala um heiðarleika, hvorki í umræðu um stjórnmál né fjölmiðla. „Þótt fjölmiðlamönnum finnist þeir gjarnan vera ofboðslega heiðarlegir þá er veruleikinn allt annar. Fjölmiðlafólk er bara partur af þessum leik. Þannig er þetta.“ Gagnrýninn fram á síðasta dag Styrmir skrifaði fleiri bækur eftir að ritstjóraferli hans lauk en þær sem áður er getið. Bókin Sjálfstæðisflokkurinn - Átök og uppgjör kom út árið 2012 og bókin Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar - Byltingin sem aldrei varð kom út fimm árum síðar. Báðar fjalla um Sjálfstæðisflokkinn á ólíkum tímum. Í köldu stríði - Barátta og vinátta á átakatímum kom út árið 2014 en hún fjallar um andrúmsloftið á Íslandi á dögum kalda stríðsins. Þá skrifaði hann, eins og áður sagði, vikulega pistla í Morgunblaðið en missti úr tvær vikur í vor þegar hann fékk heilaslag og var greindur með blóðtappa. Hann gerði dvöl á Landspítalanum í vor að viðfangsefni pistils síns. Það hefði verið stórfróðlegt að fylgjast með starfinu þar úr sjúkrarúmi: „Eitt af því sem kom mest á óvart er hve margir útlendingar úr mörgum áttum eru þar starfandi. Þar eru starfandi sem hjúkrunarfræðingar hámenntaðir erlendir læknar með mikla reynslu, sem vilja fullnuma sig í íslenzku máli áður en þeir hefja störf sem slíkir hér.“ Og Styrmir fylgdi orðum sínum eftir með skírskotun til stjórnmálamanna, vinnuálagið á starfsfólkið væri bersýnilega gífurlegt og vanmetið. Byggja þyrfti upp öflugt heilbrigðiskerfi. „Það væru mikil mistök að heykjast á slíkum útgjöldum. Það væri sambærilegt við það að horfa aðgerðalaus á myglandi skóla. Með sama hætti væru það mistök að horfast ekki í augu við það, að við verðum líka að byggja upp heilbrigðiskerfið úti á landi. Í raun og veru þarf að grípa til sambærilegra aðgerða í heilbrigðismálum og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur boðað í málefnum barna. Það verður að telja líklegt, að öll þessi mál verði til umræðu í kosningabaráttunni. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu mun taka eftir því hvort svo verður. Þar er á ferð stór hópur kjósenda,“ skrifaði Styrmir í þeim pistli sínum sem birtist í apríl. Styrmir eignaðist tvær dætur með Sigrúnu heitinni eiginkonu sinni, Huldu Dóru, stjórnendaráðgjafa á mannauðssviði Landspítalans, og Hönnu Guðrúnu, prófessor í sýningagerð við myndlistadeild Listaháskóla Íslands.
Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira