Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 12:32 Afganar hafa barist um að komast yfir girðingarnar sem umlykja alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Sumir hafa gripið á það ráð að múta Talibönum. Getty/STR Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05