Lokahring The Northern Trust-mótsins frestað vegna slæmrar veðurspár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 21:16 Spánverjinn Jon Rahm er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á The Northern Trust. Getty/Warren Little Lokahring The Northern Trust-mótsins, sem fara átti fram á morgun, hefur verið frestað fram á mánudag vegna slæmrar veðurspár. Hitabeltisstormurinn Henri setur strik í reikninginn. Mótið er haldið í New Jersey í Bandaríkjunum, en stormviðvörun tekur þar gildi á morgun. Því hefur ákvörðun verið tekin um að fresta leik fram á mánudag. Rástímar verða kynntir þegar stormurinn hefur gengið yfir. Spánverjinn John Rahm var í forystu eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari, en hann hefur ekki lokið leik á þriðja hring þegar þetta er ritað. Eins og staðan er núna er Cameron Smith í efsta sæti á 15 höggum undir pari, en hann lék hringinn í dag á 60 höggum, sem er 11 höggum undir pari vallarins. Round 4 @TheNTGolf will be played on Monday, Aug. 23. pic.twitter.com/d79Z8SVif4— PGA TOUR (@PGATOUR) August 21, 2021 Á mánudaginn er spáð rigningu og þrumuveðri, og því verður að koma í ljós hvort hægt verði að klára lokahringinn þá. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mótið er haldið í New Jersey í Bandaríkjunum, en stormviðvörun tekur þar gildi á morgun. Því hefur ákvörðun verið tekin um að fresta leik fram á mánudag. Rástímar verða kynntir þegar stormurinn hefur gengið yfir. Spánverjinn John Rahm var í forystu eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari, en hann hefur ekki lokið leik á þriðja hring þegar þetta er ritað. Eins og staðan er núna er Cameron Smith í efsta sæti á 15 höggum undir pari, en hann lék hringinn í dag á 60 höggum, sem er 11 höggum undir pari vallarins. Round 4 @TheNTGolf will be played on Monday, Aug. 23. pic.twitter.com/d79Z8SVif4— PGA TOUR (@PGATOUR) August 21, 2021 Á mánudaginn er spáð rigningu og þrumuveðri, og því verður að koma í ljós hvort hægt verði að klára lokahringinn þá. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira