Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 18:29 Eva Lúna Baldursdóttir er óhrædd við að stíga út fyrir kassann sem samfélagið vill að hún sé í. vísir Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð. Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð.
Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp