Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 21:07 Magdalena Anna Reimus skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í kvöld. Vísiri/Vilhelm Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Stelpurnar frá Selfossi voru algjörlega frábærar í fyrri hálfleik og stjónuðu leiknum frá a-ö. Þær uppskáru mark strax á áttundu mínútu þegar að Caity Heap tók aukaspyrnu utan af velli, beint á kollinn á Kristrúnu Rut Antonsdóttir sem stýrði boltanum af löngu færi í slánna og inn. Annað mark leiksins kom rúmum tíu mínútum síðar þegar að Magdalena Anna Reimus gerði vel í að halda boltanum í leik og keyrði síðan upp völlinn. Hún fann samherja sinn fyrir utan teig og Brenna Lovera skoraði falleg mark í nærhornið. Tæpum fimm mínútum fyrir leikhlé áttu heimakonur hornspyrnu, og eftir mikinn darraðadans í teignum náði Þóra jónsdóttir að moka boltanum yfir línuna og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Eyjakonur komu mun beittari til leiks í seinni hálfleik, en samt voru það Selfyssingar sem skoruðu fyrsta mark hálfleiksins. Susanna Joy Friedrichs kom boltanum þá inn á teig og gestirnir náðu ekki að hreinsa frá. Caity Heap tók þá boltann og kláraði færið vel. Á 63. mínútu var Olga Sevcova kominn inn á teig Selfyssinga þegar að Eva Núra Abrahamsdóttir togaði hana niður og vítaspyrna dæmd. Þóra Björg Stefánsdóttir fór á punktinn og sendi Benedicte Håland í rangt horn og minnkaði þar með muninn í 4-1. Fimm mínútum síðar fékk Viktorija Zaicikova boltann inn á teig Selfyssinga eftir hornspyrnu þar sem hún tók vel á móti boltanum með lærinu og lagði hann síðan í netið. Eyjakonur sóttu mikið það sem eftir var leiks, en það opnaði glufur fyrir skyndisóknir hjá Selfyssingum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka slapp Brenna Lovera ein í gegn, en Auður varði vel í markinu. Brenna tók hinsvegar frákastið og kom honum á Magdalenu sem breytti stöðunni í 5-2. Magdalena var svo aftur á ferðinni á annari mínútu uppbótartíma þegar að hún slapp ein í gegn eftir frábæra sendingu frá varamanninum Írisi Emblu Gissurardóttir sem var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi. Magdalen gerði engin mistök og tryggði Selfyssingum öruggan 6-2 sigur. Af hverju vann Selfoss? Það var fyrst og fremst frábær fyrri hálfleikur Selfyssinga sem varð til þess að sigurinn var þeirra. Þær óðu í færum allan fyrri hálfleikinn og gerðu vel í að nýta þau, en hefðu samt getað farið með meiri forystu en 3-0 inn í hlé. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhverja eina sem stóð upp úr. Magdalena Annar Reimus var virkilega góð í kvöld og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar. Eva Núra var frábær á miðjunni hjá Selfyssingum og var alltaf mætt að berjast um boltann, sama hvar á vellinum það var. Einnig skapaðist nánast alltaf hætta þegar að Brenna Lovera fékk boltann. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að fóta sig í fyrri hálfleik. Þær áttu erfitt með að spila boltanum á milli sín og Selfyssingar gengu á lagið. Hvað gerist næst? ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn eftir slétta viku. Stjarnan er fjórum stigum fyrir ofan ÍBV, en Eyjakonur þurfa á stigum að halda til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Selfyssingar spila næsta leik sinn þann 4. september þegar að Tindastóll mætir í heimsókn. Tindastóll er í neðsta sæti deildarinnar, og þessi leikur gæti verið þeirra seinasta von til að bjarga sér frá falli. Alfreð: Við erum orðnar helvíti góðar að skora mörk Alfreð Elías var virkilega ánægður með spilamennsku Selfyssinga.vísir/hulda „Ég er bara ótrúlega ánægður og bara frábær fyrri hálfleikur með stóru F,“ sagði Alfreð Elías Jóhansson, þjálfari Selfyssinga eftir sigur kvöldsins. „Ég var ógeðslega ánægður með þær í fyrri hálfleik og þær spiluðu bara eins og alvöru lið. Þær þorðu að halda boltanum og gerðu það vel, færðu boltann á milli kanta og uppskáru alveg urmul af færum. Seinni hálfleikurinn var ágætur, hann hefur oft spilast betur en við erum orðnar helvíti góðar að skora mörk og það er gaman.“ Alfreð segir þó að það hafi aðeins runnið á hann tvær grímur þegar að ÍBV náði inn tveimur mörkum og minnkaði muninn í 4-2. „Mörk breyta stundum leikjum og þær fengu að mínu mati gefins víti í stöðunni 4-0. Þá kom svona smá fát á okkur og þær komast í 4-2. En bara frábært að ná að halda dampi og stjórna leiknum. Við drápum þetta svolítið þarna síðasta korterið og skoruðum tvö góð mörk þar.“ Emilía Torfadóttir og Íris Embla Gissurardóttir komu inn á sem varamenn undir lokinn, en þetta var þeirra fyrsti meistaraflokksleikur í efstu deild. Íris Embla lagði upp sjötta mark Selfyssinga með frábærri sendingu, og Alfreð hrósaði þeim tveim eftir leik. „Þetta eru stelpur sem eru búnar að vera í þessum æfingahóp í allan vetur og búnar að leggja alveg þvílíka vinnu í að reyna að komast í byrjunarliðið og eru búnar að vera mikið í hóp. Þannig að það var alveg tilvalið að setja þær inn og þær eiga það alveg fyllilega skilið og stóðu sig gríðarlega vel.“ Nú er stutt eftir af mótinu og Alfreð segir að liðið stefni á að klára þá leiki sem eftir eru og gera þannig atlögu að þriðja sæti deildarinnar. „Við erigu tvo leiki eftir, það er Tindastóll heima og Valur úti. Það eru sex stig í boði og við ætlum bara að reyna að gera okkar besta til að ná þessu þriðja sæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss ÍBV
Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Stelpurnar frá Selfossi voru algjörlega frábærar í fyrri hálfleik og stjónuðu leiknum frá a-ö. Þær uppskáru mark strax á áttundu mínútu þegar að Caity Heap tók aukaspyrnu utan af velli, beint á kollinn á Kristrúnu Rut Antonsdóttir sem stýrði boltanum af löngu færi í slánna og inn. Annað mark leiksins kom rúmum tíu mínútum síðar þegar að Magdalena Anna Reimus gerði vel í að halda boltanum í leik og keyrði síðan upp völlinn. Hún fann samherja sinn fyrir utan teig og Brenna Lovera skoraði falleg mark í nærhornið. Tæpum fimm mínútum fyrir leikhlé áttu heimakonur hornspyrnu, og eftir mikinn darraðadans í teignum náði Þóra jónsdóttir að moka boltanum yfir línuna og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Eyjakonur komu mun beittari til leiks í seinni hálfleik, en samt voru það Selfyssingar sem skoruðu fyrsta mark hálfleiksins. Susanna Joy Friedrichs kom boltanum þá inn á teig og gestirnir náðu ekki að hreinsa frá. Caity Heap tók þá boltann og kláraði færið vel. Á 63. mínútu var Olga Sevcova kominn inn á teig Selfyssinga þegar að Eva Núra Abrahamsdóttir togaði hana niður og vítaspyrna dæmd. Þóra Björg Stefánsdóttir fór á punktinn og sendi Benedicte Håland í rangt horn og minnkaði þar með muninn í 4-1. Fimm mínútum síðar fékk Viktorija Zaicikova boltann inn á teig Selfyssinga eftir hornspyrnu þar sem hún tók vel á móti boltanum með lærinu og lagði hann síðan í netið. Eyjakonur sóttu mikið það sem eftir var leiks, en það opnaði glufur fyrir skyndisóknir hjá Selfyssingum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka slapp Brenna Lovera ein í gegn, en Auður varði vel í markinu. Brenna tók hinsvegar frákastið og kom honum á Magdalenu sem breytti stöðunni í 5-2. Magdalena var svo aftur á ferðinni á annari mínútu uppbótartíma þegar að hún slapp ein í gegn eftir frábæra sendingu frá varamanninum Írisi Emblu Gissurardóttir sem var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi. Magdalen gerði engin mistök og tryggði Selfyssingum öruggan 6-2 sigur. Af hverju vann Selfoss? Það var fyrst og fremst frábær fyrri hálfleikur Selfyssinga sem varð til þess að sigurinn var þeirra. Þær óðu í færum allan fyrri hálfleikinn og gerðu vel í að nýta þau, en hefðu samt getað farið með meiri forystu en 3-0 inn í hlé. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhverja eina sem stóð upp úr. Magdalena Annar Reimus var virkilega góð í kvöld og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar. Eva Núra var frábær á miðjunni hjá Selfyssingum og var alltaf mætt að berjast um boltann, sama hvar á vellinum það var. Einnig skapaðist nánast alltaf hætta þegar að Brenna Lovera fékk boltann. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að fóta sig í fyrri hálfleik. Þær áttu erfitt með að spila boltanum á milli sín og Selfyssingar gengu á lagið. Hvað gerist næst? ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn eftir slétta viku. Stjarnan er fjórum stigum fyrir ofan ÍBV, en Eyjakonur þurfa á stigum að halda til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Selfyssingar spila næsta leik sinn þann 4. september þegar að Tindastóll mætir í heimsókn. Tindastóll er í neðsta sæti deildarinnar, og þessi leikur gæti verið þeirra seinasta von til að bjarga sér frá falli. Alfreð: Við erum orðnar helvíti góðar að skora mörk Alfreð Elías var virkilega ánægður með spilamennsku Selfyssinga.vísir/hulda „Ég er bara ótrúlega ánægður og bara frábær fyrri hálfleikur með stóru F,“ sagði Alfreð Elías Jóhansson, þjálfari Selfyssinga eftir sigur kvöldsins. „Ég var ógeðslega ánægður með þær í fyrri hálfleik og þær spiluðu bara eins og alvöru lið. Þær þorðu að halda boltanum og gerðu það vel, færðu boltann á milli kanta og uppskáru alveg urmul af færum. Seinni hálfleikurinn var ágætur, hann hefur oft spilast betur en við erum orðnar helvíti góðar að skora mörk og það er gaman.“ Alfreð segir þó að það hafi aðeins runnið á hann tvær grímur þegar að ÍBV náði inn tveimur mörkum og minnkaði muninn í 4-2. „Mörk breyta stundum leikjum og þær fengu að mínu mati gefins víti í stöðunni 4-0. Þá kom svona smá fát á okkur og þær komast í 4-2. En bara frábært að ná að halda dampi og stjórna leiknum. Við drápum þetta svolítið þarna síðasta korterið og skoruðum tvö góð mörk þar.“ Emilía Torfadóttir og Íris Embla Gissurardóttir komu inn á sem varamenn undir lokinn, en þetta var þeirra fyrsti meistaraflokksleikur í efstu deild. Íris Embla lagði upp sjötta mark Selfyssinga með frábærri sendingu, og Alfreð hrósaði þeim tveim eftir leik. „Þetta eru stelpur sem eru búnar að vera í þessum æfingahóp í allan vetur og búnar að leggja alveg þvílíka vinnu í að reyna að komast í byrjunarliðið og eru búnar að vera mikið í hóp. Þannig að það var alveg tilvalið að setja þær inn og þær eiga það alveg fyllilega skilið og stóðu sig gríðarlega vel.“ Nú er stutt eftir af mótinu og Alfreð segir að liðið stefni á að klára þá leiki sem eftir eru og gera þannig atlögu að þriðja sæti deildarinnar. „Við erigu tvo leiki eftir, það er Tindastóll heima og Valur úti. Það eru sex stig í boði og við ætlum bara að reyna að gera okkar besta til að ná þessu þriðja sæti.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti