Stjarnan og Fylkir eigast við í Garðabæ í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 18:00 í kvöld þar sem gestirnir þurfa á stigum að halda í botnbaráttunni en Stjarnan keppir um að ná þriðja sæti deildarinnar.
Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport.
Lærisveinar Rafaels Benítez í Everton heimsækja þá Championship-lið Huddersfield Town í enska deildabikarnum. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport 2.
Tveir leikur eru á dagskrá í umpspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Búlgaríumeistarar Ludogorets fá Svíameistara Malmö í heimsókn í síðari leik liðanna og Ungverjalandsmeistarar Ferencváros mæta Young Boys frá Sviss.
Malmö leiðir 2-0 gegn Ludogorets eftir fyrri leikinn en leikur liðanna hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 3.
Þá eru svissnesku meistararnir með 3-2 forystu gegn Ferencvaros. Leikur þeirra hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 4.
Upplýsingar um allar beinar útsendingar sem fram undan eru á Stöð 2 Sport má sjá að neðan.