Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 17:26 Könnun Maskínu var gerð á dögunum 13. til 23. ágúst. Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. Samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem var gerð fyrir fréttastofu á dögunum 13. til 23. ágúst eykst fylgi stjórnarflokkanna og bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig um tveimur og hálfu prósenti. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Í Pallborðinu á Vísi í dag benti Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á að sú sérstaka staða sé uppi að Sjálfstæðisflokkurinn virðist í stjórn og stjórnarandstöðu í stærsta kosningamálinu - sóttvörnum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi nýja Maskínukönnun og pólitíkina í Pallborðinu á Vísi í dag.vísir/Vilhelm „Þetta tekst flokknum held ég vegna þess að það er enginn stjórnarandstöðuflokkanna sem hefur tekið sér stöðu svona frjálslyndismegin, sem sagt gegn þeim tálmunum sem settar hafa verið,“ segir Eiríkur. „Og meira að segja hafa ráðherrar flokksins gengið svo langt að lýsa annarri stefnu, sinni persónulegu stefnu, heldur en sem felast í ráðstöfunum sem þeir samþykkja sjálfir við ríkisstjórnarborðið. Þetta er auðvitað mjög sérstakt.“ Þessi staða og skortur á andstöðu komi á óvart. „Akkúrat á þessu aunabliki sem við erum á núna, þá er staðan held ég sú að Íslendingar búa við ef ekki mestu, þá einna mestu takmarkanirnar innan Evrópska efnahagssvæðisins; af öllum ríkjum þess,“ segir Eiríkur. „Þegar mánuður er til kosninga og þetta er staðan að þá hljótum við að sjá að um þetta verður rætt.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Eiríkur bendir á að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi notið þess að vera nánast einir í stjórnarandstöðu gegn sóttvarnaraðgerðum á sama tíma og flokkurinn situr í ríkisstjórn.vísir/Vilhelm Fylgi Vinstri Grænna stendur hins vegar í stað í um fjórtán prósentum. Eiríkur telur kjósendur flokksins að mestu ángæða með stefnu flokksins í sóttvarnamálum. „Að hafa fylgt ráðum sóttvarnalæknis og haldið úti tiltölulega ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Ég held að kjósendur VG séu ánægðir með það,“ segir Eiríkur og bætir við að flokkurinn eigi líklega við önnur vandamál að stríða. „Það er annars vegar stór hluti kjósenda flokksins sem unir sér illa í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og hikar þess vegna við að kjósa Vinstri Græna. Og hins vegar er sótt verulega að þeim af vinstri vængnum,“ segir Eiríkur og vísar til Sósíalista en fylgi þeirra heldur áfram að hækka og mælist nú tæp sjö prósent. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn mælist með 6,9% fylgi samkvæmt nýrri könnun.vísir/Arnar Fylgi allra stjórnarandstöðuflokka á þingi dregst saman. Mest lækka Píratar úr tæpum þrettán prósentum í um tíu prósent. Viðreisn fer úr rúmum tólf prósentum í tæp ellefu prósent en Samfylkingin úr tæpum fjórtán prósentum í þrettán prósent. Eiríkur telur flokkana hafa skilað auðu í umræðu um sóttvarnir og rekur fylgistapið til þess. „Þeir flokkar sem sögulega séð hafa stillt sér upp sem frjálslyndum á Íslandi, það er að segja Samfylking, Píratar og Viðreisn, þeir hafa ekki tekið upp þetta frelsisflagg í þessu máli og tveir þeirra hafa stillt sér upp strangar. Og allir þessir flokkar eru að tapa verulegu fylgi í þessari könnun.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkurinn mælist með einungis 5,1% fylgi.vísir/Vilhelm Vandi Miðflokksins og Flokks fólksins er nokkuð alvarlegur og báðir mælast réttt fyrir ofan og neðan fimm prósenta þröskuldinn. Miðflokkurinn er með rúm fimm prósent en Flokkur Fólksins næði ekki inn á þing með rúm fjögur prósent. Eiríkur telur jafnvel mögulegt að einungis sex flokkar nái inn á þing og að Sósíalistar, Flokkur fólksins og Miðflokkur lendi fyrir neðan þröskuld. Möguleiki á vinstri stjórn fari þverrandi miðað við stöðuna nú. „Maður sér ekki neinn meirihluta sem liggur mjög þungt vinstra megin í kortunum.“ Er hann ólíklegur? „Allar slíkar samsetningar þurfa að teygja sig vel yfir hrygginn.“ Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem var gerð fyrir fréttastofu á dögunum 13. til 23. ágúst eykst fylgi stjórnarflokkanna og bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig um tveimur og hálfu prósenti. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Í Pallborðinu á Vísi í dag benti Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á að sú sérstaka staða sé uppi að Sjálfstæðisflokkurinn virðist í stjórn og stjórnarandstöðu í stærsta kosningamálinu - sóttvörnum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi nýja Maskínukönnun og pólitíkina í Pallborðinu á Vísi í dag.vísir/Vilhelm „Þetta tekst flokknum held ég vegna þess að það er enginn stjórnarandstöðuflokkanna sem hefur tekið sér stöðu svona frjálslyndismegin, sem sagt gegn þeim tálmunum sem settar hafa verið,“ segir Eiríkur. „Og meira að segja hafa ráðherrar flokksins gengið svo langt að lýsa annarri stefnu, sinni persónulegu stefnu, heldur en sem felast í ráðstöfunum sem þeir samþykkja sjálfir við ríkisstjórnarborðið. Þetta er auðvitað mjög sérstakt.“ Þessi staða og skortur á andstöðu komi á óvart. „Akkúrat á þessu aunabliki sem við erum á núna, þá er staðan held ég sú að Íslendingar búa við ef ekki mestu, þá einna mestu takmarkanirnar innan Evrópska efnahagssvæðisins; af öllum ríkjum þess,“ segir Eiríkur. „Þegar mánuður er til kosninga og þetta er staðan að þá hljótum við að sjá að um þetta verður rætt.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Eiríkur bendir á að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi notið þess að vera nánast einir í stjórnarandstöðu gegn sóttvarnaraðgerðum á sama tíma og flokkurinn situr í ríkisstjórn.vísir/Vilhelm Fylgi Vinstri Grænna stendur hins vegar í stað í um fjórtán prósentum. Eiríkur telur kjósendur flokksins að mestu ángæða með stefnu flokksins í sóttvarnamálum. „Að hafa fylgt ráðum sóttvarnalæknis og haldið úti tiltölulega ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Ég held að kjósendur VG séu ánægðir með það,“ segir Eiríkur og bætir við að flokkurinn eigi líklega við önnur vandamál að stríða. „Það er annars vegar stór hluti kjósenda flokksins sem unir sér illa í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og hikar þess vegna við að kjósa Vinstri Græna. Og hins vegar er sótt verulega að þeim af vinstri vængnum,“ segir Eiríkur og vísar til Sósíalista en fylgi þeirra heldur áfram að hækka og mælist nú tæp sjö prósent. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn mælist með 6,9% fylgi samkvæmt nýrri könnun.vísir/Arnar Fylgi allra stjórnarandstöðuflokka á þingi dregst saman. Mest lækka Píratar úr tæpum þrettán prósentum í um tíu prósent. Viðreisn fer úr rúmum tólf prósentum í tæp ellefu prósent en Samfylkingin úr tæpum fjórtán prósentum í þrettán prósent. Eiríkur telur flokkana hafa skilað auðu í umræðu um sóttvarnir og rekur fylgistapið til þess. „Þeir flokkar sem sögulega séð hafa stillt sér upp sem frjálslyndum á Íslandi, það er að segja Samfylking, Píratar og Viðreisn, þeir hafa ekki tekið upp þetta frelsisflagg í þessu máli og tveir þeirra hafa stillt sér upp strangar. Og allir þessir flokkar eru að tapa verulegu fylgi í þessari könnun.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkurinn mælist með einungis 5,1% fylgi.vísir/Vilhelm Vandi Miðflokksins og Flokks fólksins er nokkuð alvarlegur og báðir mælast réttt fyrir ofan og neðan fimm prósenta þröskuldinn. Miðflokkurinn er með rúm fimm prósent en Flokkur Fólksins næði ekki inn á þing með rúm fjögur prósent. Eiríkur telur jafnvel mögulegt að einungis sex flokkar nái inn á þing og að Sósíalistar, Flokkur fólksins og Miðflokkur lendi fyrir neðan þröskuld. Möguleiki á vinstri stjórn fari þverrandi miðað við stöðuna nú. „Maður sér ekki neinn meirihluta sem liggur mjög þungt vinstra megin í kortunum.“ Er hann ólíklegur? „Allar slíkar samsetningar þurfa að teygja sig vel yfir hrygginn.“
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira