Körfubolti

Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jordan Blount í leik meðUIC í bandaríska háskólaboltanum.
Jordan Blount í leik meðUIC í bandaríska háskólaboltanum. Michael Allio/Icon Sportswire via Getty Images

Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni.

Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs, en Blount skilaði að meðaltali tíu stigum, sex fráköstum og tveimur stoðsendingum á Spáni.

Hann er 24 ára gamall framherji sem er 203 sentimetrar á hæð, og í tilkynninug frá félaginu kemur meðal annars fram að Þórsarar bindi miklar vonir við kappann.

Þórsarar voru lengi vel í fallbaráttu á seinasta tímabili, en komu sér í úrslitakeppnina á lokametrunum eftir að hafa lent í sjöunda sæti. Þeir féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir 3-1 tap gegn verðandi Íslandsmeisturum og nöfnum sínum frá Þorlákshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×